Bandormar í görn
Bandormar í görn | |||
Nafn |
Taenia saginata |
Taenia solium |
Hymenolepis nana |
Aðalhýsill | Maðurinn | Maðurinn | Maðurinn, rottur, mýs |
Millihýsill | Nautgripir éta egg úr mannasaur -> lirfur (cysticerci) í vöðvum | Svín éta egg úr mannasaur -> lirfur (cysticerci) í vöðvum | Skordýr (t.d. mjölbjöllur). Millihýsill ekki nauðsynlegur fyrir smit á milli manna |
Fullorðinn ormur | 4-10 m | 2-8 m | 2,5-4 cm |
Líftími | Allt að 25 ár | Allt að 25 ár | Líklega nokkur ár, vegna sjálfsmits |
Útbreiðsla | Allstaðar nema á Indlandi. Ekki þekkt á Íslandi | Um allan heim, en nú sjaldgæft þar sem gott eftirlit er með svínarækt. Ekki þekkt á Íslandi | Um allan heim. Ekki þekkt á Íslandi |
Smit | Með lirfum í hráu/illa soðnu nautakjöti | 1) Með lirfum í hráu/illa soðnu svínakjöti -> full. ormur í melt. vegi; 2) með eggjum (utan frá, úr eigin saur eða beint úr eigin þörmum) -> ung lirfustig í gegnum þarmavegg -> cysticercus lirfa í vefjum | 1) Egg berast með saur - munn smiti úr sýktum mönnum/dýrum; 2) sjálfsmit beint úr þörmum; 3) sýkt skordýr (með lirfur) berast í menn með fæðu |
Lirfuflakk | 0 | Þroskuð lirfa (cysticercus) í hvaða vef sem er, oftast i vöðvum, húð, auga, miðtaugakerfi | 0 |
Meltingarvegur | Fullorðinn ormur í smáþörmum. Einkenni 1 - 5 mán. eftir smit vikum eftir smit |
Fullorðinn ormur í smáþörmum. Einkenni 1 - 5 mán. eftir smit | Fullorðinn ormur í smáþörmum. Einkenni 2 - 4 vikum eftir smit |
Einkenni | a) Engin; b) aukin eða minnkuð matarlyst, kviðverkir, sjaldnar uppköst eða niðurgangur | Sýking í görn: engin eða væg kviðóþægindi, meltingartruflanir | a) Engin; b) þreyta, lystarleysi, kviðverkir, niðurgangur |
Aukakvillar | 0 | Cysticercosis (cysticercus í vef): einkenni fara eftir staðsetningu | 0 |
Saurrannsókn | Egg í saur; liðir full. orma í saur eða undir-fötum (2 cm að lengd). | Egg í saur; liðir full. orma finnast í saur (u.þ.b. 1 cm að lengd) | Egg í saur |
Eosinophilia | (+) í byrjun sýkingar | (+) ef sýking í görn, + ef cysticercus í vef | (+) |
Blóðvatnspróf | 0 | (+) ef cysticercosis | 0 |
Aðrar greiningaraðferðir | 0 | Cysticercosis: röntgenmynd af vöðvum (kalkaðar lirfur); tölvusneiðmynd af heila eða augum | 0 |
Meðferð | Praziquantel 5 - 10 mg/kg x 1; niclosamide: full: 1 g x 1, endurtekið eftir 1 klst, börn > 34 kg: 0,75 g x 2, börn 11 - 34 kg: 0,5 g x 2. Lyfin ekki skráð hér | Sýking í görn: praziquantel 5 - 10 mg/kg x 1; niclosamide: sbr. T. saginata. Cysticercosis: fjarlægja með skurðaðgerð, albendazole, praziquantel. Lyfin ekki skráð hér | Praziquantel 25 mg/kg x 1; niclosamide: sbr. T. saginata á 1. degi, síðan 1/2 dagskammtur x 1/dag í 6 daga. Lyfin ekki skráð hér |