Cryptosporidium - Cyclospora
Frumdýr í görn: Cryptosporidium og Cyclospora | ||
Nafn | Cryptosporidium parvum | Cyclospora cayetanensis |
Hýsill | Spendýr (þ.á.m. flest húsdýr), maðurinn | Óþekkt |
Gerð | Gródýr (coccidian) | Gródýr (coccidian) |
Útbreiðsla | Um allan heim, líka á Íslandi | N-, Mið- og S-Ameríka, Karabísku eyjarnar, A-Evrópa, Afríka, Nepal, S-A Asía, Ástralía |
Smit | Saur-munn smit úr sýktum dýrum og mönnum, oft með vatni. Lifir í klórmeðhöndluðu drykkjarvatni | Smit rakið til fæðu (hindber, salat, basil) og vatns. Lifir í klórmeðhöndluðu drykkjarvatni. Saur - munn smit líklegt |
Meltingarvegur | Í þörmum og ristli. Einkenni 4 - 28 d eftir smit (venjulega 1 vika) | Í smáþörmum. Einkenni 1 - 12 d eftir smit (venjulega 1 vika) |
Einkenni | a) Engin; b) ógleði, + vægur hiti, kviðverkir, vatnskenndur og blóðlaus niðurgangur. Eðlilegt ónæmiskerfi: 2-3 vikna veikindi. Ónæmisbæling: langvarandi niðurgangur | a) Engin; b) + vægur hiti, þreyta, ógleði, uppköst, lystarleysi, kviðverkir, vatnskenndur og blóðlaus niðurgangur, þyngdartap. Veikindi geta varað í allt að 2 mánuði hjá einstaklingum með eðlilegt ónæmiskerfi og lengur ef ónæmisbæling. Þau einkennast af endurteknum niðurgangsköstum |
Aukakvillar | a) Ónæmisbæling: lífshættulegur, kólerulíkur niðurgangur; b) sýking í öndunarfærum, gallblöðru, lifur, brisi | Hugsanlega sýking í gallblöðru |
Saurrannsókn | Eggblöðrur (oocysts). Greining á Cryptosporidium er ekki hluti af venjulegri sníkjudýra - saurrannsókn, þarf að tilgreina sérstaklega á beiðni | Eggblöðrur (oocysts). Greining á Cyclospora er ekki hluti af venjulegri sníkjudýra - saurrannsókn, þarf að tilgreina sérstaklega á beiðni |
Blóðvatnspróf | 0 | 0 |
Aðrar greiningaraðferðir | Má einnig greina í bíopsíum frá meltingarvegi | Má einnig greina í bíopsíum frá meltingarvegi |
Meðferð | Engin fullnægjandi meðferð. Má reyna paromomycin (ekki skráð hér) | Trimethoprim 160 mg og sulfamethoxazole 800 mg x 2/d í 7 d. Börn: trimethoprim 5 mg/kg og sulfamethoxazole 25 mg/kg x 2/dag í 7 daga |