Aðstoðarmaður talmeinafræðinga á endurhæfingardeild Grensási
Við óskum eftir að ráða aðstoðarmann talmeinafræðinga á endurhæfingardeild Grensási.
Á deildinni starfar samhentur hópur tíu talmeinafræðinga sem sinna fjölbreyttum og spennandi störfum víða um spítalann. Helstu verkefni talmeinafræðinga á endurhæfingadeild Grensási eru greining, meðferð og ráðgjöf vegna tal- og máltruflana og greining, meðferð og ráðgjöf vegna kyngingartregðu.
Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Verkefni í samráði við yfirtalmeinafræðing og talmeinafræðinga á starfsstöð sem geta bæði falið í sér almenn og sértæk skrifstofustörf og eftirfylgd með þjálfun
- Þverfagleg teymisvinna
- Sérhæfð verkefni sem heyra undir fagsvið talmeinafræði, s.s. gerð meðferðar- og fræðsluefnis
- Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði
- Hæfni í mannlegu samskiptum, frumkvæði og jákvætt viðhorf
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Mjög góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, talmeinafræðingur, sérhæfður starfsmaður
Íslenska: 5/5