Ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“
Frá árinu 2010 hefur ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“ verið haldin árlega á vegum kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Ráðstefnan er þverfagleg og er fyrir starfsfólk þjónustukjarnans og annað fagfólk. Á ráðstefnunni eru kynntar rannsóknir og verkefni sem tengjast viðfangsefnum og starfsemi kvenna- og barnaþjónustunnar. Ráðstefnan er mikilvægur liður í símenntun starfsfólks og ekki síður kjörinn vettvangur fyrir fagfólk að koma saman, deila þekkingu sinni og reynslu og gera sér glaðan dag.
Hagnýtar upplýsingar
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Áföll - í víðu samhengi og mun dagskrá fyrir hádegi taka mið af þessu efni.
Ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“ á vegum kvenna- og barnaþjónustu Landspítala verður haldin í Grósku, 1.nóvember 2024.
- Dögg Hauksdóttir
- Þórunn Björg Haraldsdóttir
- Ástbjörg Jónsdóttir
- Bertrand Andre Marc Lauth
- Björg Skúladóttir
- Bryndís Ásta Bragadóttir
- Drífa Björk Guðmundsdóttir
- Helga Gottfreðsdóttir
- Hulda Þorsteinsdóttir
- Jóhanna Gunnarsdóttir
- Karitas Gunnarsdóttir
- Margrét Dís Óskarsdóttir
Uppsetning ágripa:
- Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
- Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
- Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir
- Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil
Ágrip skulu send með tölvupósti á: fjolskyldanogbarnid@landspitali.is
Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald. Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.
Dæmi um hvernig senda á inn ágrip:
ATH! smellið á myndina til að sjá hana stærri
Nánari upplýsingar:
fjolskyldanogbarnid@landspitali.is og helgagot@hi.is