Klínískur lyfjafræðingur
Viltu vinna í kraftmiklu og fjölbreyttu umhverfi þar sem samstarf og faglegur metnaður er í forgrunni Fórstu í lyfjafræði til að vinna náið með öðrum heilbrigðisstéttum? Hefur þú áhuga á að vinna í teymi fólks sem brennur fyrir því sem það er að fást við á hverjum degi? Þá gætum við verið með rétta starfið fyrir þig.
Lyfjaþjónusta Landspítala sækist eftir öflugum klínískum lyfjafræðingi með sterka þjónustulund og færni til að móta nýtt verklag í samstarfi við aðra lyfjafræðinga sem og aðrar fagstéttir. Við leitum að klínískum lyfjafræðingum sem eru sveigjanlegir, framsæknir og tilbúnir að takast á við verkefni í mótun. Um er að ræða dagvinnustarf, en einnig býðst klínískum lyfjafræðingi að taka vaktir. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Um 40 lyfjafræðingar starfa nú við í fjölbreytt verkefni á Landspítala. Það er mikil framþróun innan Lyfjaþjónustu og hafin er vinna við mótun verkferla og eflingu þjónustustigs.
- Skráning lyfja við komu og lyfjarýni
- Samskipti við aðrar deildir spítalans og lyfjaskömmtunarfyrirtæki
- Fagleg ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga um lyfjatengd mál
- Virk þátttaka í uppbyggingu og þróun þjónustuteyma
- Þátttaka í uppbyggingu gæðakerfis
- Þátttaka í þverfaglegum verkefnahópum innan spítalans
- Verkefni innan klínískrar lyfjaþjónustu
- Þátttaka í þjálfun nema og nýs starfsfólks
- Önnur tilfallandi verkefni
- Íslenskt starfsleyfi sem lyfjafræðingur
- Framhaldsnám í klínískri lyfjafræði
- Reynsla af klínískri vinnu á spítala
- Sjálfstæð, skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Afbragðs samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Öflugur liðsmaður og jákvætt viðmót
- Góð íslenskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, lyfjafræðingur, klínískur lyfjafræðingur,
Tungumálakunnátta: íslenska 3/5