Aðstoðarmaður deildarstjóra á öldrunarlækningadeild L3 Landkoti
Hefur þú reynslu af skipulagi og umbótastarfi og nýtur þess að vinna með fólki að sameiginlegum markmiðum?
Við leitum eftir einstaklingi sem hefur yfirsýn, frumkvæði og brennur fyrir jákvæðri vinnustaðamenningu. Starf aðstoðarmanns deildarstjóra er lifandi og fjölbreytt starf þar sem enginn dagur er eins. Starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á verkefnastjórnun og felur í sér skipulagslega ábyrgð, mönnun og þátttöku í umbótaverkefnum, auk víðtækra samskipta við starfsfólk, stoðþjónustur og stjórnendur. Viðkomandi vinnur náið með deildarstjóra og er partur af stjórnendateymi deildar.
Öldrunarlækningadeild L3 er staðsett á Landakoti, í hjarta Reykjavíkur, í fallegu og friðsælu umhverfi. Þar dvelja sjúklingar með gilt færni- og heilsumat sem bíða eftir vistun á hjúkrunarheimili. Áhersla er lögð á nærgætin samskipti, mannúðlega nálgun og jákvætt framlag hvers og eins. Við vinnum saman af heilum hug og fögnum nýjum röddum, sjónarhornum og hugmyndum.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 16. október 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Bryndísi Guðbrandsdóttur, deildarstjóra.
- Umsjón með Vinnustund og aðstoð við mönnun vakta
- Ýmis mannauðstengd verkefni svo sem þátttaka í móttöku og aðlögun nýrra starfsmanna, undirbúningur fyrir starfsmannasamtöl og atvinnuviðtöl
- Yfirsýn hvað varðar þjálfun og endurmenntun starfsfólks
- Ýmis sérhæfð verkefni sem tengjast umbótastarfi, samskiptum og samhæfingu eins og að halda utan um fræðslu, starfsdaga, fundi og aðra viðburði
- Yfirsýn yfir rekstrarumhverfi
- Ritun og úrvinnsla fundargerða og annarra gagna sem tengjast starfseminni
- Önnur verkefni að beiðni deildarstjóra
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði
- Viðbótarmenntun eða framhaldsnám í mannauðsstjórnun eða verkefnastjórnun æskileg
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Leiðtoga- og skipulagshæfni
- Framúrskarandi samskiptahæfni og stuðlar að góðum starfsanda
- Jákvæðni, hvetjandi og lausnarmiðuð hugsun í starfi
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðarmaður, verkefnastjóri, teymisvinna, mannauðsmál, mannauður,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5