Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 og L5 á Landakoti
Við auglýsum eftir jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa við umönnun og hjúkrun aldraðra.
Öldrunarlækningadeild C skiptist í tvær deildir, L4 sem er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild og er opin sjö daga vikunnar þar sem starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma, og L5 sem er líknardeild fyrir aldraða.
Markmið okkar er að sjúklingum og fjölskyldu þeirra líði sem best hjá okkur. Deildirnar eru hlýlegar og heimilislegar með frábæru útsýni yfir borgina.
Í boði er góð einstaklingsaðlögun hjá reyndu starfsfólki. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu á hjúkrun aldraðra og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góður starfsandi er ríkjandi á deildunum sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í teymisvinnu
- Stuðla að góðum samstarfsanda
- Áhugi á að starfa við hjúkrun aldraðra
- Reynsla af umönnun æskileg
- Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, starfsmaður, endurhæfing, umönnun
Tungumálahæfni, íslenska 4/5