Leit
Loka

Um útskrift

Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn. 

Þegar að útskrift kemur er leitast við að undirbúa sjúklinginn sem best. 

Sjúklingur á rétt á að fá:

 • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna
 • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift
 • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift
 • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er

 

Stundum getur útskrift snúist um stuðning heima eða við að fá dvöl annars staðar.
En hvað er yfirleitt í boði og hvar er stuðning að fá?

Leitast er við að svara þeim spurningum sem vakna við útskriftina.

Á Landspítala hefur verið gefið út mikið af fræðsluefni um starfsemina, sjúkdóma og meðferð.

 

Hagnýtar upplýsingar

Við útskrift af sjúkrahúsinu eða í viðtali á göngudeild eru lyfseðlar sendir rafrænt í svonefnda lyfjagátt.

Lyfseðlana er unnt að leysa út í öllum apótekum, allt eftir því hvað hentar best. Ef nauðsyn reynist að endurnýja lyfseðla síðar er það að öllu jöfnu hlutverk viðkomandi heilsugæslustöðvar eða læknastofu að sjá um slíkt.

Undantekningar á því eru ef lyfin eru sérmerkt undanþágulyf sem eingöngu tilteknir sérfræðilæknar geta skrifað út.

Þá þarf að hafa samband við ritara viðkomandi sérgreinar - t.d. ritara taugalækna til að fá endurnýjað sérmerkt taugalyf.

Langflestar heilsugæslustöðvar eru með skýrt verklag varðandi endurnýjun lyfseðla sem unnt er að nálgast á heimasíðum þeirra eða með því að hringja þangað.

Apótek Landspítala
Á Landspítala Hringbraut er hefðbundið apótek og þar eru afgreiddir lyfseðlar sem eru sérmerktir Landspítala og skrifaðir eða sendir rafrænt af læknum sjúkrahússins.

Þessi þjónusta er ætluð göngudeildarsjúklingum og sjúklingum sem eru að útskrifast. Apótekið er staðsett við göngudeild 10D á Hringbraut.

Apótekið er opið frá kl. 8:00 til 15:30 alla virka daga. Hægt er að biðja um afgreiðslu á lyfseðlum sem eru í geymslu eða rafrænir í apótekinu.

Sjúklingar geta þá hringt í síma 543 8234 milli kl. 8:00 og 10:00 fyrir afgreiðslu sama dag eða sent tölvupóst á netfangið lyfsedlar@landspitali.is fyrir afgreiðslu eftir 1 til 2 daga.

Ef tölvupóstur er sendur þarf símanúmer sendanda að fylgja.

Lyfjaskömmtun
Bent er á að apótek bjóða upp á lyfjaskömmtun þar sem lyf sjúklings eru sett í merktar umbúðir fyrir hverja lyfjatöku.

Lyfjaskömmtun eykur öryggi í lyfjameðferð og til lengri tíma litið er lyfjaskömmtun fjárhagslega hagkvæm fyrir sjúklinginn.

Læknir þarf að merkja við á lyfseðli „Afgreiðist í skammtaöskju” sem er neðarlega á hægri hlið lyfseðilsins. Með því samþykkir læknirinn lyfjaskömmtun.

Mikilvægt er að taka ávallt ávísuð lyf og á réttan hátt. Ef sjúklingar hafa athugasemdir þar að lútandi, skal snúa sér fyrst til þess læknis sem ávísaði lyfinu eða til heimilislæknis.

Greiðsluþátttaka sjúklings
Um greiðsluþátttöku fer eftir Reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum nr. 140/2010

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Endurnýjun lyfseðla

Við útskrift af sjúkrahúsinu eða í viðtali á göngudeild eru lyfseðlar sendir rafrænt í svonefnda lyfjagátt.

Lyfseðlana er unnt að leysa út í öllum apótekum, allt eftir því hvað hentar best.

Ef nauðsyn reynist að endurnýja lyfseðla síðar er það að öllu jöfnu hlutverk viðkomandi heilsugæslustöðvar eða læknastofu að sjá um slíkt.

Undantekningar á því eru ef lyfin eru sérmerkt undanþágulyf sem eingöngu tilteknir sérfræðilæknar geta skrifað út.

Þá þarf að hafa samband við ritara viðkomandi sérgreinar - t.d. ritara taugalækna til að fá endurnýjað sérmerkt taugalyf.

Langflestar heilsugæslustöðvar eru með skýrt verklag varðandi endurnýjun lyfseðla sem unnt er að nálgast á heimasíðum þeirra eða með því að hringja þangað.

Á Landspítala er starfandi útskriftarteymi sem er starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til ráðgjafar og aðstoðar við flóknar útskriftir.

Til þeirra teljast útskriftir þar sem útvega þarf og samhæfa þjónustu fleiri en eins aðila, þar sem færni- og heilsumat í vist- eða hjúkrunarrými er forsenda útskriftar og þar sem grípa þarf til sérhæfðra og sérstakra úrræða.

 • Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar og læknar
 • Hver legudeild LSH hefur sinn tengilið í útskriftarteyminu
 • Teymið hefur aðgang að þjónustu iðjuþjálfa
 • Deildarstjóri flæðisdeildar veitir teyminu forstöðu

Útskriftarteymið starfar með fjölmörgum innan og utan spítalans s.s. félagsþjónustu, heimahjúkrun, færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins og fleiri lykilaðilum. Teymið heldur utan um innri biðlista spítalans.

Meginverkefni útskriftarteymisins eru:

 • Að gegna samræmingarhlutverki í flóknum útskriftum
 • Að lágmarka legutíma sjúklinga eftir að meðferð á sérhæfðum deildum er lokið
 • Að tryggja að þjónustan verði veitt þar sem sérþekking er í samræmi við heilsufar og þörf einstaklingsins fyrir þjónustu
 • Að veita sjúklingum á bráðamóttökum ráðgjöf og leiðsögn varðandi þjónustu og önnur úrræði sem í boði eru
 • Hafa yfirsýn yfir sjúklinga á LSH sem eru að bíða eftir öðru úrræði

Ritari teymisins er Sólveig Guðlaugsdóttir s. 543 9309
Netfang teymisins er utskriftarteymi@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?