Leit
Loka

Nám og starfsþróun

Hátt í 1.800 nemendur í öllum heilbrigðisgreinum sækja árlega starfsnám á Landspítala. Starfsþróun og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala fléttast inn í allt starf og framtíðarverkefni sjúkrahússins

Banner mynd fyrir  Nám og starfsþróun

Hagnýtar upplýsingar

Meðal verkefna Landspítala, sem skilgreind eru í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, , er að annast starfsnám háskólanema og framhaldsskólanema í heilbrigðisgreinum í grunn- og framhaldsnámi og að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgreinum. 

Allir nemendur undirrita þagnarheit og reglur um notkun sjúkraskrárupplýsinga. 

Stefna Landspítala um menntun heilbrigðisstétta.

Starfsþróun og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala fléttast inn í allt starf og framtíðarverkefni sjúkrahússins.

  • Er forsenda þess að öryggi sjúklinga sé tryggt
  • Byggir á gagnreyndri þekkingu og tekur mið af viðurkenndum stöðlum ef til eru
  • Leiðir til fjölgunar starfsmanna með sértæka hæfni (þekking, leikni og viðhorf) í klínísku starfi, kennslu, stjórnun eða vísindum, sem nýtist í starfi á Landspítala

Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar með íslenskt hjúkrunarleyfi, sem ráðnir eru á Landspítala, geta sótt um starfsþróunarár hjá sínum yfirmanni. Það felur í sér skuldbindingu til eins árs og þátttöku í námskeiðum, fundum og öðrum viðburðum. Starfsþróunarár er samfellt ferli og styrkir hæfni og þekkingu þar sem árangursrík hjúkrun og öryggi sjúklinga eru í öndvegi. 

Reynsla af starfsþróunarári (myndband)

Nánari upplýsingar um starfsþróunarár hjúkrunarfræðinga: hrundsch@landspitali.is 

Frá hausti 2016 hefur lyfjafræðingum staðið til boða að stunda þriggja ára starfsnám til meistaraprófs í klínískri lyfjafræði í sjúkrahúsapóteki Landspítala. Teknir verða inn tveir lyfjafræðingar á ári fyrstu þrjú árin.

Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu klínískra lyfjafræðinga á Íslandi líkt og víða erlendis. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala, University College London og Royal Pharmaceutical Society.

Markmið námsins er að þjálfa og þróa hæfni þátttakandans í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði og sjúkrahúslyfjafræði. Einnig að auka þekkingu til að veita lyfjafræðilega umsjá við raunverulegar aðstæður. Enn fremur er náminu ætlað að stuðla að þeirri hæfni sem þarf til að tryggja örugga og árangursríka notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu en það er lykilhlutverk klínískra lyfjafræðinga.

Nánari upplýsingar: Freyja Jónsdóttir kennslustjóri, freyja@landspitali.is.

Sjá einnig kennsluskrá Hí í klínískri lyfjafræði

Starfsþróun starfsfólks á Landspítala tekur mið af þörfum sjúklingahópa, fléttast inn í allt starf á sjúkrahúsinu með starfsáætlun og framtíðarverkefni þess að leiðarljósi. Starfsþróun ræðst af gildum Landspítala, sérhæfingu deilda og/eða sviða og áhugasviði hvers starfsmanns. Starfsþróun er allt í senn miðlæg, tengd starfi á deild og/eða starfsþróun að eigin vali.

Við upphaf starfs tekur starfsþróun mið af því sem starfsmenn þurfa að tileinka sér til að mæta þörfum spítalans og miðast framboð fræðslu við það. Innan Landspítala teljast námskeið, fræðsla og þátttaka í vinnuhópum til starfsþróunar. Fjöldi námskeiða, fræðsluerinda og annarra námstækifæra stendur starfsfólki Landspítala til boða á hverju ári samkvæmt #námskrá# sem er aðgengileg á innra neti spítalans.

Samkvæmt stefnu Landspítala í mannauðsmálum, sem kynnt var í ársbyrjun 2017, er áhersla lögð á öflug og samhent teymi starfsfólks og nema í hvetjandi umhverfi: 

Teymisvinna og samskipti

Áhersla er lögð á að þjálfa teymisvinnu stétta, efla samskipti, staðla viðbrögð og æfa tækniatriði til að tryggja árangursríkt starf. Í Örk - klínísku kennslusetri gefst starfsfólki Landspítala og nemendum, sem sækja þar starfsnám, færi á að æfa sig á sýndarsjúklingum til að auka færni sína í að bregðast við ýmsum aðstæðum sem geta komið upp í raunveruleikanum. Með þjálfun starfsfólks við sýndaraðstæður í Örk er leitast við að tryggja öryggi sjúklinga á Landspítala þar sem hægt er að líkja eftir og æfa viðbrögð við atvikum án þess að það hafi afleiðingar fyrir lifandi fólk.

Sýndarsjúklingar eru tengdir tölvuforriti sem sýnir t.d. öndun, hjartslátt, blóðþrýsting og gildi efna í blóði. Þannig er hægt að líkja eftir ýmsum aðstæðum sem geta komið upp í bráðatilvikum og hvaða áhrif viðbrögð starfsmanna hafa.

Myndbönd um þjálfun í teymisvinnu og samskiptatækni með gagnreyndum aðferðum á Landspítala

Reynsla af starfsþróunarári (myndband)
SBAR - Staða-Bakgrunnur-Athuganir-Ráðleggingar

Nánari upplýsingar: hrundsch@landspitali.is

Námskeið í endurlífgun

Námskeið í endurlífgun standa starfsmönnum Landspítala reglulega til boða og þurfa allir að sækja námskeið í grunnendurlífgun. Starfsmenn sem taka þátt í og stjórna endurlífgunarteymum skulu hafa lokið þjálfun í sérhæfðri endurlífgun ILS (Intensive life support) og ALS (Advanced life support). Fyrir þá sem vinna í barnateymum er gerð krafa um EPALS I og II (European Pediatric Advanced Life Support). Þessi námskeið eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum Evrópska endurslífgunarráðsins (ERC), sjá nánar http://www.endurlifgun.is

Grunnendurlífgun (myndband)

SBAR

SBAR á allra vörum
SBAR

Framkvæmdastjórn LSH hefur innleitt SBAR- samskiptatækni á Landspítala í þeim tilgangi að bæta samskipti heilbrigðisstarfsmanna innan sjúkrahússins og auka öryggi þegar miðla á upplýsingum um sjúklinga. 


Í starfi heilbrigðisstarfsfólks felst mikil ábyrgð í að höndla og gefa upplýsingar. Mistök í meðferð á sjúklingum má oft rekja til hnökra í samskiptum milli fagmanna og ófullnægjandi upplýsingagjafar. Mikilvægt er að fækka atvikum sem koma upp vegna þessa og ein leiðin til þess er að staðla og formfesta samskiptin.

SBAR stendur fyrir:

S - Staðan (Situation)
B - Bakgrunnur (Background)
A - Athuganir (Assessment)
R - Ráðlegging (Recommendation)

SBAR er notað víða í heilbrigðisþjónustu bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum en á uppruna að rekja til bandaríska sjóhersins. Í honum útbjuggu menn þetta form til að auðvelda samskiptin, draga fram aðalatriðin í þeim og minnka þannig bæði misskilning og tíma sem tekur að segja frá viðkomandi málefni. Íslenska efnið er aðlagað og staðfært að fyrirmynd og með leyfi NHS í Bretlandi. "

Hér neðan er hægt að nálgast frekari upplýsingar um SBAR samskiptatæknina á erlendum síðum:

Eldri féttir:

Kynningarmyndband um kennslusetrið á Landspítala Skaftahlíð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?