Leit
Loka
 

Sérþjónusta

Á Landspítala er veitt fjölbreytt sérþjónusta á göngudeildum, dagdeildum og legudeildum í lækningum og hjúkrun. Ýmsar fleiri fagstéttir veita einnig margs konar sérþjónustu sem gagnast sjúklingum og aðstandendum, einstökum verkefnum innan sjúkrahússins eða starfsemi þess í heild.

Öll þessi sérþjónusta er mikilvægur liður í starfsemi klínskra sviða og stoðsviða. Leitast er við að mæta ólíkum þörfum og þjóna þeim sem leita til Landspítala sem allra best.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Sálgæsla presta og djákna er fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk spítalans, án tillits til lífsskoðana eða trúarafstöðu, sem glímir við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum

Sálgæsla presta og djákna

Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks.

Sjúkraþjálfun á Landspítala

Þeim sem vísað er í blóðsýnatöku á Landspítala er að öllu jöfnu frjálst að velja hvort þeir koma á göngudeild 10E við Hringbraut eða á rannsóknardeild E1 í Fossvogi.

Eina undantekningin frá þessu er ef í tilvísun er sérstaklega tekið fram að blóðtakan skuli gerð á öðrum hvorum staðnum.

 • Ekki er bókað í tíma vegna blóðsýnatöku heldur er fólk afgreitt í þeirri röð sem það kemur. 
 • Fólk sem þarf ekki að fasta tilgreindan tíma fyrir blóðsýnatöku eða kemur reglulega vegna blóðþynningar getur mætt hvenær sem er dagsins.  Ef  komið er eftir kl. 11:00 berst skömmtun næsta virka dag.

Veljið þann blóðtökustað sem er nær heimili eða vinnu.  Myndirnar hér fyrir neðan sýna hvernig annir eru á hvorum stað fyrir sig, Fossvogi og Hringbraut, annars vegna eftir klukkustundum, hins vegar eftir virkum dögum (janúar 2013).  Ráðlegt er að velja þann tíma sem annir eru jafnan minni. 

Smellið á myndirnar til að stækka þær

 

Súlurit sýnir komur í blóðsýnatökur á göngudeild Janúar 2013
 
Súlurit sýnir komur í blóðsýnatökur á göngudeild Janúar 2013
 

Eitrunarmiðstöðin er opin allan sólarhringinn!
sími: 543 2222

Geymum lyf og skaðleg efni á ábyrgan hátt !

Eitrunarmiðstöð er starfrækt á Landspítala. Eitt af helstu hlutverkum hennar er að veita upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Símaþjónusta er opin öllum og veitt ráðgjöf af fagfólki allan sólarhringinn.
Síminn er 543 2222 eða 112 í gegnum neyðarlínuna.

Hvaða upplýsingar er gott að hafa þegar hringt er í eitrunarmiðstöðina?

 • Heiti efnis eða lyfs, best er að hafa umbúðirnar við höndina
 • Hvenær eitrunin átti sér stað
 • Aldur, þyngd sjúklings

Vefsíða eitrunarmiðstöðvar

Netfang: eitur@landspitali.is  Fyrirspurnir sem ekki varða bráð eitrunartilfelli

Heilsuhætta vegna öskufalls

Á Landspítalanum starfar fjölfaglegt teymi sem annast endurhæfingu sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein. Teymið er skipað af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs og hefur aðsetur á Hringbraut.

Lögð er áhersla á að sinna þörfum sjúklinga fyrir endurhæfingu óháð meðferð og sjúkdómsstigi, en í forgangi eru þeir sem eru með erfið og fjölþátta einkenni sem hafa mikil áhrif á daglegt líf og lífsgæði.

Sjá nánari upplýsingar um teymið

Á Landspítala starfa um 50 félagsráðgjafar og veita þeir þjónustu á öllum klínískum sviðum. Félagsráðgjafar starfa í samræmi við stefnu Landspítala sem er að veita þjónustu til einstaklinga til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og veita stuðning og ráðgjöf til aðstandenda.

Nánari upplýsingar um þjónustu félagsráðgjafa.

Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi.

Sérþekking iðjuþjálfa felst í því að greina styrkleika einstaklinga og hvað reynist þeim erfitt við dagleg verk.

Þeir finna leiðir til að yfirstíga þessa erfiðleik og þjálfa aftur upp færni til að takast á við daglegt líf eftir slys eða veikindi.

Nánar um iðjuþjálfun.

Hlutverk sálfræðinga á geðsviði er í takt við meginhlutverk sjúkrahússins, þ.e. þjónusta við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra, vísindastörf og kennsla og þjálfun háskólanema. Þeir eru í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir og veita þeim stuðning og fræðslu.

Nokkrir sálfræðinganna eru stundakennarar í sálfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og löng hefð er fyrir því að sálfræðingar á geðsviði kenni læknanemum sálfræði. Þá leiðbeina þeir sálfræðinemum í framhaldsnámi (cand. psych.) sem eru í starfsþjálfun á geðsviði.

Sálfræðingar á geðsviði halda "vísindadag" á hverju hausti þar sem þeir flytja erindi um rannsóknir sínar og klíníska vinnu.

Störf sálfræðinga á geðsviði skiptast í aðalatriðum í þrennt, klíníska vinnu, fræðslu og rannsóknarstörf.

Klíníska vinnan felst í því að greina vandamál skjólstæðinga, oftast í náinni samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga, fræða þá um eðli vandamálsins og veita þeim sálfræðilega meðferð og stuðning.

Markmið sálfræðinga á sviðinu er að bjóða upp á árangursríka og hagkvæma sálfræðiþjónustu sem byggir á vísindalegum kenningum og árangursrannsóknum, bæði í meðferð og greiningu.

Þeir leggja einnig mikla áherslu á að þróa aðferðir sínar með því að leggja stund á rannsóknir á greiningartækjum og meðferðarúrræðum.

Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþjónusta og sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala. Meginhlutverk þess er að vera heilbrigðisstarfsfólki til ráðgjafar við mat og meðferð einkenna sem koma fram í veikindum, vegna erfiðleika í samskiptum og vegna útskrifta þegar þörf er á sérhæfðri heimaþjónustu eða innlögn á líknardeild.

Sjá vefsvæði Líknarráðgjafateymisins

Starfsmenn Næringarstofu veita einstaklingsbundna ráðgjöf og næringarmeðferð sem tekur mið af sjúkdómsástandi og næringarástandi. Næringarfræðingar vinna einnig í samvinnu við aðrar fagstéttir og bjóða upp á fræðslu fyrir skjólstæðinga spítalans og heilbrigðisstarfsfólk. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við Rannsóknastofu í næringarfræði.

Næringastofa - vefsíða

Reykleysismeðferð og tóbaksvarnir

Sérfræðingur í hjúkrun á geðsviði Landspítala veitir ráðgjöf til reykleysis. Ráðgjöfin er opin öllum notendum þjónustu á geðsviði sem áhuga hafa á reykbindindi. Ekki er nauðsynlegt að vera í skipulagðri meðferð til að nýta sér ráðgjöfina. Notendur geta haft samband milliliðalaust við sérfræðing í síma 543 4200 eða beðið meðferðaraðila sína að hafa milligöngu um ráðgjöf.

Ráðgjöf

Sérfræðingur í hjúkrun veitir starfsmönnum geðsviðs ráðgjöf um tóbaksvarnir og stuðning til reykleysis skjólstæðinga geðsviðs sé eftir því leitað. Beiðnum skal komið á framfæri í síma 543 4200

Nánari upplýsingar

Þegar þú ástundar reykbindindi muntu finna hvernig heilsa þín batnar með hverjum nýjum degi

Í ársbyrjun 2016 hófst opinbert átak á Íslandi gegn lifrabólgu C sem stendur í þrjú ár. Landspítali er ábyrgur fyrir framkvæmd verkefnisins en aðalsamstarfsaðili er sjúkrahúsið Vogur. Yfirumsjón með verkefninu hefur sóttvarnarlæknir í umboði heilbrigðisráðherra. Unnt er að lækna lifrarbólgu C hjá flestum sjúklingum með viðeigandi lyfjagjöf og einstaklingum sem eru smitaðir af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi býðst nú meðferð með nýjum og öflugum lyfjum. Öllum þeim sem greinst hafa með veiruna verður boðin fræðsla, meðferð og eftirfylgni sem hluta af meiriháttar forvarnar- og lýðheilsuverkefni sem miðar að því að hefta útbreiðslu og útrýma sjúkdómnum hér á landi. Fyrirhugað er að meðferðarátakið standi í 2-3 ár. Á tímabilinu verður haft samband við sjúklinga og þeim boðin meðferð en einnig er unnt að óska eftir viðtali vegna meðferða með því að skrá sig hér |>>.

Hvað á að gera ef mig grunar að ég sé smituð/smitaður af lifrarbólgu C en hef ekki fengið greiningu?

Stór hluti þeirra, sem smitast af lifrarbólgu C, fá engin augljós einkenni sjúkdómsins. Algengustu einkenni eru slappleiki og úthaldsleysi. Önnur einkenni svo sem vöðva- og liðverkir, kviðverkir og húðútbrot eru sjaldgæfari. Sumir veikjast með hita og gulu við smit, en það er undantekning. Oft gera einkenni ekki vart við sig fyrr en eftir mörg ár eða áratugi þegar komin er skorpulifur og lifrarbilun.

Sérstök ástæða er til að leita greiningar ef:

 • Þú hefur einhvern tímann sprautað þig í æð
 • Þú ert HIV jákvæður
 • Þú þarft eða hefur þurft að undirgangast blóðskilunarmeðferð
 • Þú hefur viðvarandi óútskýrða hækkun á lifrarprófinu ALAT
 • Þú ert barn móður sem sýkt er af lifrarbólgu C
 • Maki þinn er með lifrarbólgu C
 • Þú hefur hlotið blóðgjöf, storkuþætti eða þegið líffæri fyrir árið 1992.

Lifrarbólga C er greind með blóðprófi. Niðurstöður liggja fyrir innan nokkurra daga frá því að próf er tekið. Hægt er að óska eftir blóðprófi hjá öllum heilsugæslustöðvum, einnig er hægt að leita ráðgjafar vegna lifrarbólgu C hjá hjúkrunarfræðingum síminn er: 800 1111

Hvað er lifrarbólga C?

Lifrarbólga C er bólgusjúkdómur í lifur af völdum smitandi veiru sem kölluð er lifrarbólguveira C. Á Íslandi er áætlað að um 800 til 1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C en árlega greinast á bilinu 40-70 einstaklingar. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur. Talið er að á heimsvísu séu allt að 180 milljónir manna með sjúkdóminn.

Hvernig smitast lifrarbólga C?

Lifrarbólga C smitast fyrst og fremst við blóðblöndun. Algengustu smitleiðirnar eru því þegar sýkt blóð berst frá einum einstaklingi til annars, t.d. þegar fíkniefnaneytendur deila óhreinum sprautunálum og öðrum áhöldum sem sýkt blóð hefur komist í. Fólk getur smitast ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis við húðflúr og götun t.d í eyru. Smit getur einnig borist við blóð-eða blóðhlutagjöf en þar sem allt blóð er skimað eru líkur á að smitast þannig hverfandi. Veiran getur borist milli manna við kynmök en það er talið sjaldgæft (innan við 5%). Sjaldgæft er einnig að veiran berist frá sýktri móður til fósturs (um 5% líkur). Hjá sumum er ekki hægt að finna neina augljósa áhættuþætti fyrir sjúkdómnum.

Lifrarbólga C smitast ekki:

 • við venjulega umgengni og snertingu milli fólks, þ.m.t kossa og atlot þar sem ekki á sér stað „blóðblöndun“
 • af matarílátum, matargerð eða við það að borða saman
 • með andardrætti og hósta
 • í sundlaugum
 • við brjóstagjöf

Hvaða áhrif hefur lifrarbólga C á lifrina?

Sé sýkingin ekki meðhöndluð getur hún valdið örmyndun í lifrinni og á endanum getur hún leitt til skorpulifrar, lifrarkrabbameins og lifrarbilunar.

Hvernig fer lyfjameðferðin fram?

Lyfin eru gefin í töfluformi. Þau eru tekin daglega, að jafnaði í 8-12 vikur. Aukaverkanir eru að jafnaði vægar. Ekki er þörf á að taka sýni úr lifur (lifrarástunga) og ekki eru gefin lyf í sprautuformi. Fylgst er með árangri meðferðarinnar með því að taka blóðsýni og þurfa þeir sem hana undirgangast að mæta reglulega í eftirlit og blóðprufur á meðan á meðferðinni stendur.

Krabbamein í bandvef, beinum og vöðvum, svokölluð sarkmein, er hópur sjaldgæfra sjúkdóma, með mjög mismunandi hegðun og horfur. Þessi æxli eru um 1-2% allra illkynja æxla á Íslandi og skiptast gróflega í mjúkvefja- og beinaæxli og koma fyrir á mismunandi aldursskeiðum. Orsakir þessara krabbameina eru að mestu leyti óþekktar.

Sarkmein - teymi og tilvísun
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?