Dagskrá
- Ávarp landlæknis: María Heimisdóttir.
- Kynning á nýrri aðgerðaáætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi og afhending viðurkenningar Lífsbrúar: Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis.
- Tónlistaratriði: KK
- Gleðin við að eldast: Birna Róbertsdóttir, forstöðumaður Borga, félags- og menningarmiðstöðvar Spönginni.
- Samtal við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.
Fundarstjóri: Anna Margrét Bjarnadóttir, verkefnastjóri Guls september hjá Embætti landlæknis
Boðið verður upp á gular veitingar
Öll velkomin 💛
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Að Gulum september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Lífsbrú, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Sjá nánari upplýsingar hér.