Leit
Loka

Sýkla- og veirufræðideild

Rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði

Deildarstjóri

Katrín Rún Jóhannsdóttir

katrinrj@landspitali.is
Yfirlæknir

Guðrún Svanborg Hauksdóttir

gusvhauk@landspitali.is

VeirugreiningarVeirugreiningar tölur

Banner mynd fyrir  Sýkla- og veirufræðideild

Hafðu samband

Sýklarannsóknir, afgreiðsla: 543 5660 

Sýklarannsóknir, niðurstöður rannsókna: 543 5650

Veirurannsóknir: 543 5900

OPIР8:00-16:00

Faggildingarmerki ISO 15189

   

 

 

 

 

 

 


Hér erum við

Ármúla 1a og Rannsóknarhús 7 við Barónsstíg

Hagnýtar upplýsingar

Sýkla- og veirufræðideild er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu með rannsóknum og skráningu á smitsjúkdómum, orsökum þeirra og útbreiðslu. Þau gögn nýtast jafnframt til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem sýkingavarna og bólusetninga.

Helstu verkefni:

  • Þjónusturannsóknir
  • Kennsla á sviði sýklafræði og veirufræði
  • Ráðgjöf og fræðsla
  • Vísindarannsóknir og þróun aðferða
  • Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu um sýkla- og veirurannsóknir
  • Rekstur BSL-3 öryggisrannsóknastofu
  • Ætagerð til sýklarannsókna fyrir eigin starfsemi og til sölu


Stefna:

  • Að tryggja sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki bestu þjónustu sem völ er á
  • Að viðhalda gæðastjórnunarkerfi sem tryggir viðeigandi meðhöndlun, vinnslu og svörun rannsókna á sjúklingasýnum. Stjórn rannsóknastofunnar mun sjá til þess að skilyrði staðalsins ISO15189 séu uppfyllt
  • Að skapa aðstæður sem hvetja hæfasta starfsfólk sem völ er á til að leita eftir störfum á deildinni og hvetur starfsmenn til að nýta tækifæri til menntunar og að taka þátt í vísindaverkefnum
  • Að veita nemum heilbrigðisstétta fræðslu og verklega þjálfun í samræmi við nýjustu þekkingu
  • Að deildin verði þekkt sem leiðandi á sviði sýkla- og veirufræði og stundi öfluga vísindastarfsemi

Bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir (v. Barónsstíg)

  • Virkir dagar: kl. 08:00-16:00
        -  Viðvera og sýni móttekin til kl. 19:00
        -  Setja má sýni í lúgu eftir kl. 16:00
  • Laugardagar: kl. 08:00-13:00
  • Sunnudagar: kl. 09:00-13:00

Lífeindafræðingur er á vakt í síma 824 5208 utan dagvinnutíma.
Sjá nánar hér um vinnslu bakteríu-, sveppa og sníkjudýrasýna utan dagvinnutíma.

 

Veirurannsóknir (Ármúla 1a)

  • Opið og sýni móttekin til vinnslu alla daga kl. 8:00–18:00
  • Svarað í síma deildarinnar 543-5900 alla daga kl. 8:00–19:00

Sjá nánar hér um vinnslu veirusýna utan dagvinnutíma.

 

Upplýsingar um niðurstöður rannsókna

Í gegnum Heilsugátt má nálgast rannsóknarniðurstöður í rafrænu beiðna og svarakerfi deildarinnar Cyberlab.

  • Bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir: s. 543 5661, 543 5662, 543 5650
  • Veirurannsóknir: 543 5900

 

Sérfræðilæknir á vakt

  • Bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir - vakt allan sólarhringinn: s. 824 5247
  • Veirurannsóknir - skiptiborð gefur upplýsingar um símanúmer: s. 543 1000
Landspítali
Sýkla- og veirufræðideild
v/Barónsstíg
101 Reykjavík
    Landspítali
    Sýkla- og veirufræðideild
    Ármúla 1a
    108 Reykjavík 
 

 

Landspítali - National University Hospital
Department of Clinical Microbiology
Barónsstíg
101 Reykjavík

 

Símanúmer

Barónsstígur 

  • Bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir
    Sími - afgreiðsla: 543 5660
    Sími - niðurstöður rannsókna: 543 5650, 543 5661, 543 5662
    Fax: 543 5626

Ármúli 

  • Veirurannsóknir
    Sími: 543 5900
    Fax: 543 5949 
  • Klamydíurannsóknir
    Sími: 543 5947
    Fax: 543 5934
  • Berklarannsóknir
    Sími: 543 5946
  • Ætagerð
    Sími: 543 5925, 543 5926

 

Símanúmer eftir dagvinnutíma

Lífeindafræðingur á vakt (bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir)

  • Sími 824 5208

 

Sérfræðilæknir á vakt:

  • Bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrarannsóknir
    - vakt allan sólarhringinn: s. 824 5247 
  • Veirurannsóknir
    - skiptiborð (543 1000) gefur upplýsingar um símanúmer.

Bakteríu- sveppa- og sníkjudýrarannsóknir

Móttaka sýna er við Barónsstíg, Rannsóknarhús 7 

Veirufræðirannsóknir

Móttaka sýna er í Ármúla 1a

Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab í Heilsugátt

Upplýsingar um rannsóknir og sýnatökur má finna í þjónustuhandbók rannsóknaþjónustu og í lista yfir allar rannsóknir í stafrófsröð: A-J, K-Ö.

Lífeindafræðingar og læknar veita upplýsingar og ráðgjöf skv. verklagsreglu; sýklafræði, veirufræði.
Haldnir eru reglulegir fundir með starfsmönnum klínískra deilda um þjónustu deildarinnar og til að ræða vísindaleg málefni.

Kennsluefni

Starfsmenn deildarinnar taka þátt í kennslu og þjálfun háskólanema í grunn- og framhaldsnámi, þjálfun starfsmanna og stjórnenda á deildinni sem og símenntunarstarfi fyrir ýmsar starfsstéttir.

Ábyrgðaraðili kennslunnar: Karl G. Kristinsson

 

Vísindarannsóknir

Helstu áherslur í rannsóknum:

 Í rannsóknum er lögð áhersla á fá stór verkefni sem nýta sérstöðu Íslands en sú sérstaða býður upp á einstaka möguleika til rannsókna á faraldsfræði og sameindafaraldsfræði sýkinga. Rannsóknir hafa einkum beinst að sameindafaraldsfræði sýklalyfjaónæmis, pneumókokkasýkinga, methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA), streptókokkasýkinga, Campylobacter og Chlamydia trachomatis. Stærstu verkefnin sem unnið er að eru sameindafaraldsfræði pneumókokka, sameindafaraldsfræði streptókokka af flokki A og flokki B, sameindafaraldsfræði methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA) og rannsókn á erfðum tiltekinna smitsjúkdóma í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Framskyggn rannsókn á iðrasýkingum á Íslandi. Rannsókn á faraldsfræði breiðvirkra beta-laktamasa í Enterobacteriaceae.  

 

Fræðsla um næmispróf

 


Baktería breytist með tíma og er mismunandi eftir löndum og landsvæðum. Oft er þörf á að gefa sýklalyf áður en niðurstöður ræktana liggja fyrir og stundum nást ekki sýni til ræktunar. Þess vegna er mikilvægt að þekkja vel sýklalyfjanæmi mikilvægustu bakteríanna. Næmispróf hafa verið gerð á sýklafræðideild Landspítala í áratugi. Með tölvuskráningu undanfarandi ára hefur opnast leið til að birta þessar niðurstöður nánast jafnharðan. Hér er yfirlit yfir síðustu ár.

Sýklalyfjanæmi eftir árum

 

Næmispróf sem gerð eru á bakteríum

ekki tilbúið

Ætagerð framleiðir æti til sýklarannsókna á deildinni og selur æti til annarra rannsóknastofa á landinu. Ætagerð vinnur að innleiðingu á ISO9001 vottuðu gæðakerfi.

Sími ætagerðar er 543 5925

Gjaldskrá sýklafræði og gjaldskrá veirufræði er að finna undir sameiginlegri gjaldskrá Landspítala vegna rannsókna.

Háskólar

Háskóli Íslands
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn á Akureyri
Landbúnaðarháskóli Íslands
Háskólinn á Hólum

 

Stofnanir

CDC – Center for Disease Control and Prevention, Bandaríkin
Danmap, vöktun sýklalyfjaónæmis í Danmörku
ECDC – European Centre for Disease Prevention and Control
Eurostat
FHI – Folkehelseinstituttet, Noregur
Folkhälsomyndigheten, Svíþjóð
HPA – Health Protection Agency, England og Wales 
KTL – Kansanterveyslaitos, National Public Health Institute – Finnland
Landlæknisembættið
SSI – Statens Serum Institut, Danmörk
WHO

 

Fagfélög

American Society for Virology 
ASM
BSAC – British Society for Antimicrobial Chemotherapy
CLSI - Clinical Laboratory and Standards Institute
Doktor Fungus
EARSS – European Antimicrobial Resistance Surveillance System
ESCMID - European Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases
EUCAST – The European Committee on Antimicrobial Susceptibility Testing
European Society for Clinical Viriology  
Health Care Infection Society 
IDSA – The Infectious Diseases Society of America
Norsk Forening for Medicinsk Mikrobiology
NRMM – The Nordic Reference group on methods in Medical Mycology
Pan American Society for Clinical Virology
PMEN – The Pneumococcal Molecular Epidemiology Network
RAF – Referensgruppen för Antibiotikafrågor och dess metodgrupp (RAF-M)
RCPath – The Royal College of Pathologists, UK
SSAC – Scandinavian Society for Antimicrobial Chemotherapy
Strama – Strategigruppen för Rationell Antibiotika-användning och minskad Antibiotikaresistens
Svenska Läkaresällskapets referensgrupp för parasitologi
The Pathological Society of Great Britain and Ireland
Örverufræðifélag Íslands

 

Bókasöfn og gagnabankar

Microbe Library
MLST gagnabankinn

 

Tímarit

Epinorth
Emerging Infectious Diseases Journal of Infectious Diseases
Eurosurveillance
Journal of Antimicrobial Chemotherapy
Farsóttafréttir
Læknablaðið
Microbial Drug Resistance
Morbidity and Mortality Weekly Report
Scandinavian Journal of Infectious Diseases
Smittskydd
Sænska læknablaðið - Läkertidningen
Tímarit ASM
Tímarit lífeindafræðinga

 

Lífsýnasafn (LLSV)

Arthur Löve yfirlæknir, formaður
Karl G. Kristinsson yfirlæknir
Magnús Gottfreðsson yfirlæknir

Varastjórn

Ísleifur Ólafsson yfirlæknir
Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur
Ólafur Guðlaugsson sérfræðilæknir

Ábyrgðarmaður rannsóknar sækir um afnot af lífsýnum úr lífsýnasafni LLSV með því að fylla út umsóknareyðublað og sendir á netfangið LLSV@landspitali.is 

Umsóknareyðublað til útfyllingar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?