Þegar líkaminn fær ekki reglulega hreyfingu byrjar hann fljótt að tapa styrk. Vöðvar rýrna og bein missa styrk hraðar en margir gera sér grein fyrir. Þetta getur komið fram eftir aðeins nokkra daga í rúminu, til dæmis í kjölfar veikinda eða sjúkrahúslegu. Margir finna fljótt fyrir minnkandi þreki og getu – jafnvel eftir stuttan tíma án hreyfingar.
Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga á efri árum. Því eldri sem við verðum, þeim mun erfiðara er að endurheimta líkamlega getu eftir tímabil hreyfingarleysis. Regluleg hreyfing er því lykilatriði – ekki bara til að viðhalda heilsu heldur líka til að eiga auðveldara með að ná sér eftir veikindi eða meiðsli.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Dawn Skelton, prófessor í þjálfunarlífeðlisfræði við Glasgow Caledonian háskólann í Skotlandi, sem hefur lengi rannsakað þessi áhrif. Hún rekur fyrirtækið Later Life Training, sem býður upp á sérhæfðar æfingar fyrir fólk sem komið er af léttasta skeiði.