Sveinn Magnússon er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ.
Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála.
Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018.
„Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra.
Sjá nánar í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Hér má lesa áhugavert viðtal í Læknablaðinu sem tekið var við Svein á síðasta ári.