Þingið er einn helsti vettvangur öldrunarlækna og annarra fagstétta í öldrunarþjónustu auk vísindamanna á sviði öldrunarlækninga og öldrunarfræða til að hittast og deila rannsóknum og reynslu.
Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjustu rannsóknir, meðferðarmöguleika og stefnumótun á sviði öldrunarlækninga. Sérstök áhersla verður á samfélagslegar áskoranir sem fylgja fjölgun eldri einstaklinga með fjölveikindi og hrumleika og mikilvægi fjölbreyttrar þjónustu.
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir sömu áskorunum og önnur Evrópulönd: fjölgun eldri einstaklinga með fjölveikindi og krefst þetta nýrrar hugsunar, aukinnar samþættingar og nýrra lausna í heilbrigðis- og félagsþjónustu.