Leit
Loka

Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda

Deildarstjóri

Jóhanna Ólafsdóttir, yfirljósmóðir

joholafs@landspitali.is
Yfirlæknir

Hulda Hjartardóttir

huldahja@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Mæðravernd - mynd

Hér erum við

Kvennadeild göngudeild mæðraverndar 22-B 2. hæð til hægri.

Hagnýtar upplýsingar

Á deildinni er veitt sérhæfð þjónusta ljósmæðra, lækna og annarra fagaðila fyrir konur með áhættuþætti og/eða ef upp koma frávik á meðgöngu og ef vandamál koma upp eftir fæðingu fyrstu tvær vikurnar.
Á deildinni starfa m. a. ljósmæður, læknar, ritari, sjúkraliði, félagsráðgjafar og sálfræðingur. Einnig er aðgangur að öðrum fagaðilum svo sem svæfingalækni, innkirtlalækni næringarráðgjafa, ásamt fleirum.

Á fósturgreiningu eru fósturskoðanir á meðgöngu; staðfesting þungunar, 11-14 vikna fósturskimun, 19-20 vikna fósturskimun, vaxtarmælingar, flæðismælingar, tekin legvatnssýni og fylgjuvefssýni.

Vefsíða fósturgreiningar


Hægt er að fá aðgang að „gestaneti“ spítalans sem er virkt á flestum starfsstöðvum hans.

Við biðjum ykkur um að hafa eftirfarandi atriði í huga við notkun á netinu:

Að virða friðhelgi einkalífsins.

Ekki tala um heilsufar eða aðstæður annarra skjólstæðinga deildarinnar, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi.

Ekki setja inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi.

Ekki setja upplýsingar úr sjúkraskrá á netið.

Sérhæfð meðgönguvernd sem fagfólk getur vísað til vegna áhættuþátta á meðgöngu.

  

Er fyrir konur sem þurfa aukið eftirlit eða sérhæfða meðferð vegna vandmála sem upp geta komið á meðgöngu og/eða fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu. Dæmi um það eru: háþrýstingur, meðgöngueitrun, vaxtarseinkun barns, minnkaðar hreyfingar, vökva- og lyfjagjafir, framköllun fæðingar, ytri vendingar vegna sitjandi stöðu barns.

 

Konur sem fara í fyrirfram ákveðinn keisaraskurð koma í viðtal við lækni fyrir aðgerðina og fá upplýsingar um undirbúning, blóðprufur og fleira. Gott er að taka með sér stuðningsaðila sérstaklega ef hann ætlar að vera viðstaddur aðgerðina.

Ef upp koma óvænt vandamál á meðgöngu eða fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu er hægt að leita á deildina í samráði við fagfólk í heilsugæslu. Ljósmóðir sinnir símaráðgjöf í s. 543 1000 og metur þörf fyrir eftirlit og meðferð. Dæmi um slík vandamál eru minnkaðar fósturhreyfingar, blæðing, vísbendingar um meðgöngueitrun eða önnur alvarleg heilsufarsvandamál.

Verið er að breyta fyrirkomulagi Ljáðu mér eyra. Ef konur/foreldar hafa þörf fyrir að ræða um upplifun fæðingar eða kvíða fyrir fæðingu er þeim bent á að hafa samband við ljósmóður á heilsugæslustöð.

Myndskeið - Fæðingarþjónusta

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?